Aðalfundur 10.febrúar 2017

Ágæti félagsmaður

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn föstudaginn 10. febrúar nk. í Kviku, fundarsal í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, og hefst klukkan 18:30.

Óskað er eftir að félagsmenn skrái þátttöku á aðalfundinn,fyrir 3. febrúar næstkomandi.(Skráningarform var sent félagsmönnum í tölvupósti).

Biðjum við félagsmenn vinsamlegast að virða skráningarskyldu vegna bókunar veitinga.

Fundur verður settur stundvíslega kl. 18:30. Kaffi og konfekt.

Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál:

  1. Ársskýrsla formanns
  2. Rekstrarskil gjaldkera

iii. Skýrslur nefnda

  1. Lagabreytingar. Lagt er til að fella út ákvæði 3. tölul. b-liðar 3. gr. laga félagsins.
  2. Kjör stjórnar og reikningsskoðunarmanna. Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn.
  3. Kjör í nefndir.

vii. Inntaka nýrra félagsmanna

viii. Önnur mál

Að aðalfundi loknum verður fundargestum boðið upp á ljúffengar veitingar frá Grillvagninum, fljótandi veigar með matnum og happdrættið verður á sínum stað. Við fáum til okkar einstaklega skemmtilegan leynigest sem verður með líflega uppákomu.

Atkvæðarétt á aðalfundi hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagsmenn.

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga.

 

Fræðslufundur 11.janúar 2017

Kæru félagsmenn,

Mjög áhugaverður fræðslufundur FÍSF fer fram miðvikudaginn 11. janúar 2017 kl. 19:30 að Borgartúni 35, 1. hæð.

 Í hvað fara félagsgjöldin okkar?

  • Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins (SA) og Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) fjalla um nýja kjarasamninga.
  • Viðskiptastjóri FÍSF hjá Samtökum iðnaðarins (SI) kynnir fyrir okkur þá þjónustu sem samtökin veita félögum.
  • Umræður og önnur mál.

Mætum vel, nýtum tækifærið og fáum svör við því hvernig við getum nýtt okkur þessi öflugu samtök sem við erum aðilar að.

 Fundurinn verður í Kviku, fundarsal á fyrstu hæð í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35.

Húsið opnar klukkan 19:00 og mun fundurinn hefjast klukkan 19:30.

 

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Haustfundur 2016

Haustfundur FÍSF verður haldinn miðvikudaginn 12. október  2016 í húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Mánasal á 2. hæð.

Dagskrá:

19.30 Fundargerð frá síðasta aðalfundi

19.45 Samantekt frá CIDESCO heimsþinginu

20.15 Belmacil aughára/brúnalitur og Lash lift

Kristín Bergmann eigandi Kosmetik snyrtistofu og heildsölu kemur til  okkar. Kristín mun fræða okkur um Lash lift augnhárapermanent og kynna fyrir okkur Belmacil augnháralitinn.

21.15 Önnur mál

Með von um góða þátttöku og fræðandi kvöldstund

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga