Lögverndun íslenskra snyrtifræðinga

by FÍSF

 

Snyrtifræðingar annast snyrtimeðferðir á mannslíkamanum með efnum og tækjum sem einungis þeir sem lokið hafa sveinsprófi í snyrtifræði hafa þekkingu á. Þau efni og tæki sem snyrtifræðingar nota geta verið hættuleg í röngum höndum og því mikilvægt að þau séu meðhöndluð af varúð og þekkingu. Öryggis og neytendasjónarmið standa að baki lögverndun starfa snyrtifræðinga.

Undir lögverndun snyrtifræðinga fellur:

  • Litun og mótun á bæði augnhár og brúnir með plokkun, vaxi eða þræði.
  • Andlitsmeðferðir. Greining húðar. Notkun mismunandi meðferða með tækjum fyrir andlit og greining eftir þörfum viðskiptavinar.
  • Húðgreining. Greining eftir einstaklingsþörfum viðskiptavinar varðandi húðmeðferðir og gefa leiðbeiningar um val á snyrtivörum. Snyrtifræðingar hafa þekkingu til að greina ástand húðar líkamans á grundvelli fræðilegrar þekkingar á uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans með sérstakri áherslu á vöðva, blóðrásar og taugastarfsemi. Snyrtifræðingar búa yfir grundvallarþekkingu í eðlis- og efnafræði, og efnafræði snyrtivara sérstaklega og þekkja þá rafstrauma sem notaðir eru við snyrtingu.
  • Líkamsnudd. Heilsunudd á höfði, líkama, höndum og fótum eftir sænska nuddkerfinu ásamt ilmolíu og eða punktanuddi.
  • Vaxmeðferðir. Fjarlæging hára með vaxi , sykri öðrum  háreyðingarefnum.
  • Rafræn háreyðing. Fjarlæging hára með rafrænum háreyðingartækjum.
  • Handsnyrting
  • Fótsnyrting
  • Hitameðferðir. Meðhöndlun líkamana með gufu, saunu, innrauðu ljósi, paraffínvaxi og hitamaska.

 [Lög þessi taka til rekstrar handiðnaðar í atvinnuskyni. Heimilisiðnaður skal undanþeginn ákvæðum laganna.] 1) Enginn má reka [handiðnað] 1) í atvinnuskyni á Íslandi eða í íslenskri landhelgi, nema hann hafi til þess fengið leyfi lögum þessum samkvæmt.

 [Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð 1) [ráðherra], 2) skulu ávallt reknar undir forstöðu meistara. Um löggildingu skal hafa samráð við [þann ráðherra er fer með fræðslumál] 2) og landssamtök meistara og sveina.] 3)
 Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af hendi leyst.
 Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni.

 Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafa þeir einir, er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni.

Það varðar sektum:
1. Ef maður rekur [handiðnað], 1) án þess að hafa leyst leyfi, eða leyfir öðrum að reka [handiðnað] 1) í skjóli leyfis síns.
2. Ef maður tekur að sér störf meistara, án þess að hafa leyst meistarabréf.
3. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu.
4. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein, án þess að hafa rétt til þess samkvæmt 9. gr.