Siðareglur

by FÍSF

Siðareglur Félags íslenskra snyrtifræðinga.

Siðareglur eiga að efla fagmennsku snyrtifræðinga og styrkja fagvitund þeirra.

  • Snyrtifræðingi ber að sýna öðrum snyrtifræðingum virðingu í framkomu, ræðu og riti.
  • Snyrtifræðingum ber að sýna hver öðrum tillitsemi og umburðarlyndi.
  • Snyrtifræðingur á að viðhafa þagnarskyldu, gagnvart viðskiptavinum.
  • Snyrtifræðingur skal virða þá ábyrgð og þau takmörk sem starfi og menntun fylgir.
  • Snyrtifræðingi ber að viðhalda starfshæfni sinni og fylgjast með nýjungum.
  • Snyrtifræðingur skal hafa hugfast að orðspor stéttarinnar byggir á sérhverjum einstaklingi innan hennar.
  • Snyrtifræðingur skal virða lög FÍSF og siðareglur FÍSF og fara eftir þeim í hvívetna.