Dagskrá vetrarins 2015-2016

22. september 2015.  Haustfundur

4. nóvember 2015.  Örnámskeið með Dale Carnegie þjálfara, sölutækni.

1. desember 2015.   Jólakynning hjá heildversluninni Termu.

21. janúar 2016 .  Fræðslufundur með húðsjúkdómalækni Elísabetu Reykdal um rósroða.

28.-29. febrúar. Professional beauty London.

5. mars 2016.  Aðalfundur FÍSF.

10. mars 2016.  Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Hilton Nordica.

11. mars 2016. Árshóf Samtaka iðnaðarins Hilton Nordoca.

Mars 2016.  Örnámskeið

Apríl 2016. Fræðslukvöld

Mai 2016. Örnámskeið

 

Nýsveinahátíð Iðnaðarannafélagsins í Reykjavík 1. febrúar 2014

Verðlaunahafar og viðurkenningar

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stóð fyrir sinni áttundu nýsveinahátíð 1. febrúar s.l. Hátíðin var að vanda haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddum forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, borgarstjórandum í Reykjavík, Jóni Gnarr, verðlaunahöfum, meisturum þeirra og fjölda gesta.

Nýsveinahátíð Iðnaðarannafélagsins í Reykjavík 1. febrúar 2014

Í þetta sinn var 21 nýsveinn verðlaunaður, 12 fengu silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Sex konur hlutu verðlaun að þessu sinni. Meistarar nýsveianna hlutu viðurkenningu. Þá veitti Háskólinn í Reykjavík námsstyrki og Alcoa Fjarðaál veitt námsferðastyrki.

Sveinarnir starfa í 15 iðngreinum og stunduðu nám við fimm framhaldsskóla.

 

 

Nýsveinahátíð Iðnaðarannafélagsins í Reykjavík 1. febrúar 2014 2

Fræðslukvöld 21.janúar 2014 – Augnhár og augabrúnir

Kynntar voru augnháralengingar, næring og trefjar fyrir augnhár og brúnir.
Berghildur Erla Bernharsdóttir frá VB kynnti Revitalash augnahára- og augabrúnanæringu.

Auk þess kom Drífa frá Silk og fengum við kynningu á Silk Fibre Lash Mascaranum og augabrúnalit.

Að lokum sýndi Ósk Ágústsdóttir snyrtifræðingur augnháralengingingar og fræddi okkur um þær. Að auki kynnti hún Uberlash og Uberbrow augnhára og augabrúna serum.