AÐALFUNDUR 2024

by FÍSF

Ný stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga var kosin á aðalfundi félagsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 12. mars. Í nýrri stjórn eru Rebekka Einarsdóttir, formaður, Brynhildur Íris Bragadóttir, María Stefánsdóttir, Svana Björk Hjartardóttir, Agnes Ósk Guðjónsdóttir, Erna María Eiríksdóttir, Halldóra Vattnes og Guðlaug Stella Hafsteinsdóttir. Úr stjórn gengu Alda Ósk Harðardóttir, Auður Helga Guðmundsdóttir,  Beata Emilia Kocot, og Birna Ósk Þórisdóttir. Við þökkum þeim kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins.

Að aðalfundarstörfum loknum kynnti Halldóra Vattnes Supercilium.

Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Rebekka Einarsdóttir, Brynhildur Íris Bragadóttir, Guðlaug Stella Hafsteinsdóttir, Svana Björk Hjartardóttir, Halldóra Vattnes og María Stefánsdóttir.

Kær kveðja, stjórn FÍSF

You may also like