Aðalfundur FÍSF 2022 – Ný stjórn

by FÍSF

Haldin var aðalfundur FÍSF þann 20.apríl síðasliðinn og kosinn var ný stjórn.

Úr stjórn gengu Erna María Eiríksdóttir, Guðrún Diljá Baldvinsdóttir og Oddbjörg Kristinsdóttir og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf síðastliðin ár. Nýjar inn í stjórn komu þær María Stefánsdóttir, Svana Björk Hjartardóttir og Beata Emilía Kocot og bjóðum við þær velkomnar til starfa. Rebekka Einarsdóttir sem áður var varaformaður tekur nú við sem formaður FÍSF af Birnu Ósk Þórisdóttur.

Mæting var góð og voru hin ýmis mál rædd og farið yfir liðið ár.

Eftir aðalfund hófst vorfagnaður með mat og drykk. Hið óvænta skemmtiatriði var Guðrún Árný söngkona og skemmti hún félagskonum fram eftir og var hún frábær og fékk hún félgaskonur með sér í söng. Mikið stuð var á félagskonum sem sungu allar með og tóku virkan þátt í  gleðinni. Við viljum þakka fyrir góða mætingu og skemmtilega samveru. 

You may also like