Aðalfundur FÍSF 2022

by FÍSF

Reykjavík, 4. apríl 2022.

Aðalfundur FÍSF verður haldinn miðvikudaginn, 20. apríl  kl. 19:00 í húsnæði Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrstu hæð.

Að loknum aðalfundi höldum við svo vorhátíð FÍSF á sama stað þar sem léttar veitingar verða í boði og fáum til okkar gest til að halda uppi gleðinni með okkur.

Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti, snyrtifræðinga, á hátíðina sem ættu erindi í félagið-því

fleiri sem við erum, því sterkari stöndum við.

Gestir greiða 3.900.- fyrir veitingar.

Vinsamlegast skráið ykkur og gesti  HÉR fyrir 13.apríl

Dagskrá aðalfundar:

 1. a) Ársskýrsla formanns
  b) Rekstrarskil gjaldkera
  c) Skýrslur nefnda
  d) Kjör stjórnar og reikningsskoðunarmanna
  e) Kjör í nefndir
  f) Önnur mál

Ekki má gleyma við endum á vorgleði.

Þrjú pláss eru að losna í stjórninni og viljum við hvetja ykkur til að gefa kost á ykkur í stjórn. Við hittumst mánaðarlega á zoom og ræðum flest öll þau mál sem koma snyrtifræðingum við og vinnum náið með Samtökum iðnaðarins og þeirra starfsmönnum að baráttumálum okkar.

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

You may also like