MAGNETIC ÖRNÁMSKEIÐ

by FÍSF

Þann 23. Maí 2023 bauð Magnetic naglaskólinn í Hafnarfirði FÍSF í heimsókn til sín.
Tekið var virkilega vel á móti okkur, léttar veitingar og gjafapokar. Vöruúrval
magnetic var kynnt, fræddumst um mun á hinum ýmsu gelum og gellökkum og
hvernig er hægt að tvinna þetta saman. Farið var yfir allt frá þjölum yfir í bora og allt
þar á milli. Einnig fengum við að sjá gellökkun og lagfæringu á skemmdri
nögl.  Félagsmönnum gafst tækifæri á að versla vörur frá Magnetic á afslætti i lok
fræðslunnar. Það var fámennt en góðmennt og virkilega fræðandi örnámskeið og góð
upprifjun.Maður lærir alltaf eitthvað nýtt og hittir skemmtilegt og faglegt fólk.

Við minnum á að nota myllumerkið #Faglegoglögleg á samskiptamiðlum. Saman erum við sterkari og sýnilegri!

You may also like