Haustgleði

Ágæti félagsmaður

Haustfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn föstudaginn 4. október nk. á Petersen svítunni nánar til tekið Óperuherberginu og hefst klukkan 19:30. Mikilvægt er að tilkynna þátttöku í tölvupósti fyrir 3. október. Biðjum við félagsmenn að virða tilkynningarskyldu vegna bókunar veitinga.

 

Nú sem áður hefjum við haustið en á örlítið breyttan hátt með haustgleði, við hittumst á Petersen svítunni í Óperuherberginu og höldum í hefðbundin fundarstörf með lestri fundargerðar frá aðalfundi en síðan kemur Sandra Liliana Magnúsdóttir og ætlar að fræða okkur allt um heim samfélagsmiðla og hvernig er best að koma okkur á framfæri þar. Þetta er áhugavert erindi sem allar ættu að geta nýtt sér í sinni vinnu. Gefum okkur svo tíma til að ræða málini og fá okkur eitthvað létt í fljótandi og föstu formi. Hristum saman hópinn og njótum samveru hver við aðra því konur eru konum bestar.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

 

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

 

Categories: Viðburðir