Aðventugleðin með breyttu sniði

by FÍSF

Nú stöndum við frammi fyrir því að geta ekki haldið aðventugleðina eins og við vonuðumst til vegna      samkomutakmarkanna og viljum við ekki að okkar félagsmenn taki sénsinn á smiti rétt fyrir okkar stærstu vertíð.

Gleðin átti að fara fram hjá Bpró ásamt hinum ýmsu uppákomum sem við ætlum að geyma í pokahorninu og nýta síðar þegar veiran heldur sig hægar.

Í sárabætur fyrir félagsmenn FÍSF ætlar Bpró að bjóða félagsmönnum að versla jólagjafir í húsakynnum sínum. Þau bjóða okkur að versla hár og húðvörur á góðum kjörum, tilvalið að nýta fyrir sig og í jólagjafir.

Við félagsmenn erum velkomnar á mið – föst í næstu viku 25.-27. nóvember á opnunartíma þeirra sem er kl. 9-16 og föstudögum kl. 9-15.30.

Bpró er með vefsíðu og fyrir þær sem ekki komast vegna vinnu eða búa út á landi er hægt að senda á hildur@bpro.is.

Okkur þykir þetta miður því við vorum farnar að hlakka svo til að sjá ykkur og gleðjast saman.

Eingöngu er tekið á móti félagsmönnum sem skrá sig og mun Bpró fá þann lista til að fylgja eftir. Félagsmenn þurfa að skrá sig hér: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/1834

Með góðri kveðju,

Stjórn FÍSF

You may also like