Örnámskeið

Ágæti félagsmaður                                 Reykjavík 7.október 2019

 

Örnámskeið/kynning verður haldin á vegum Félags íslenskra snyrtifræðinga mánudaginn 14. október nk. í húsnæði Zirkonia heildverslunar, Suðurhrauni 1. og hefst klukkan 18:30.

 

Undína Sigmundsdóttir mun kynna og sýna nýjung á íslenskum markaði: Fibroblast.
Fibroblast tæknin notast við penna þar sem raforka er notuð og í réttri fjarlægð frá húðinni verður til mikill hiti og áhrifin sem verða fjarlægja lausa og slappa óþarfa húð ásamt því að fjarlægja húðflipa, öldrunarbletti, slit eða ör.

Frábært tækifæri til að kynna sér nýjungar í heimi snyrtifræðinnar.
Við biðjum félagsmenn um að skrá þátttöku.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Categories: Viðburðir