HAUSTFUNDUR 2023

by FÍSF

Haustfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga, FÍSF var haldinn þann 27. september
síðasliðinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni. Nokkuð góð mæting var á fundinn en fyrir utan
almenn fundarstörf eins og lestur fundargerðar síðasta aðalfundar spruttu upp miklar og
þarfar umræðurum i liðnum önnur mál um hin ýmsu málefni sem brenna á okkur í faginu.

Þegar fundarmenn náðu sér niður eftir heitar umræður fengum við góðan gest. Díana Íris frá
Númereitt kom og var með frábæra kynningu á hinum ýmsu vörum sem fyrirtækið býður
upp á. En þar má helst nefna Membrasin sem er fjölþætt húðlína við þurrk í húð, slímhúð og
augum sem hefur reyns vel. Ellen, vörur fyrir konur sem innihalda góðgerla(probiotics) og
góðgerlanæringu(prebiotics),Númereitt sótthreinsinn sem allir þekkja, Nikura ilm- og
nuddolium ásamt hinum ýmsum bætiefnum. Við fengum að smakka á bætiefnum og
drykkjum, skoða og pota í vörurnar, hægt var að versla á staðnum og færði Díana okkur
æðislega gjöf í lokin. Frábær kvöldstund.

#Faglegoglögleg #Saman erum við sterkari og sýnilegri!

You may also like