Haustfundurinn

by FÍSF

Haustfundur 7. Október.

Mikil gleði og góður andi var þegar félagsmenn hittust loks á haustfundinum og var góð mæting félaginu til sóma. Mæting á zoom og raunmætingu voru 34 talsins.

Félagsmenn mættu snemma og brögðuðu sér á góðum veitingum. Fundurinn hófst kl 20:00 og samþykkt var að Jóhanna Vigdís yrði fundarstjóri. Lesinn var upp skýrsla aðalfundar frá árinu áður. 

Félagsmenn tóku þátt í kosningu um #faglegoglögleg sem allir félagsmenn munu nota til áminningar þess að okkar starf er lögverndað og vera sýnilegar. Félagsmenn ætla taka virkan þátt í smáauglýsingum sem munu verða notaðar á samfélgasmiðlum til að vera sýnilegar og minna á okkur, hér geti þið nálgast þær.

Ákveðið var í sameiningu að hafa samband við Bylgjuna um að setja í gang „Er þinn snyrtifræðingur löglegur“ og hefur það þegar verið gert og við í stjórn bíðum átekta eftir svörum frá þeim.

Agnes Sigmundardóttir frá Dale Carnegie var með sölutækni námskeið og skapaðist góð stemming meðal félagsmanna.  Gott spjall og hópefli meðal viðstaddra var þegar Sigrún var með námskeiðið og tóku allar sem voru í raunmætinu virkan þátt. Félagsmönnum  er boðinn 20% afsláttur af námskeiðum hjá þeim.

  Katrín fór yfir hvar lögfræðimálið okkar var statt, og ítrekaði að félagið myndi gefa út bók með aðstoð frá sagnfræðingi eins og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert til þess að meitla sögu félagsins í stein. Félagsmenn tóku vel undir orð Katrínar.

You may also like