• Um Félagið
    • Siðareglur
    • Stjórnin
    • Lög FÍSF
    • Umsókn
    • Félagatal
    • Efni fyrir samfélagsmiðla #FAGLEGOGLÖGLEG
  • Nám
  • Snyrtistofur í FÍSF
  • Lögverndun íslenskra snyrtifræðinga
Félag íslenskra snyrtifræðinga
fagleg og lögleg þjónusta
Monthly Archives

December 2019

    Fréttir

    Fagmennska eða fúsk, grein eftir Agnesi Ósk Guðjónsdóttur í Fréttablaðinu .

    by FÍSF 13 December, 2019
    written by FÍSF

    Fyrir rétt um viku síðan afhenti ég ungum og upprennandi snyrtifræðingum sveinsbréf í iðninni. Fögur orð um virðingu fyrir iðngreininni, mikilvægi fagmennsku og gæða voru hornsteinn þess boðskapar sem fluttur var á þessari hátíðarstundu. Einstaklingar sem hafa lagt sig alla fram við að afla sér þekkingar og hæfni af viðurkenndri menntastofnun til að meðhöndla líkama, og þá ekki síst andlit, einstaklinga sem til þeirra leita. Því fylgir mikil ábyrgð enda tjónið mikið ef vinnubrögð eru röng.

    Nýútskrifaðir snyrtifræðingar, ásamt öðrum iðnaðarmönnum, starfa á grunni gamalla laga sem hafa þó um árabil tryggt og hlúð að þeim iðngreinum sem lögin taka til. Grunntilgangur laganna er að vernda almenning gegn hvers konar fúski. Hinn almenni borgari getur treyst á að ef hann leitar til einstaklings með sveinspróf í tiltekinni iðn að viðkomandi hafi tilskylda menntun og þekkingu í faginu. Þannig gengur almenningur að fagmennsku vísri og vinnubrögðum sem hann getur verið viss um að valdi ekki skaða.

     

    Innan snyrtifræðinnar hefur töluvert borið á að ófaglærðir einstaklingar veiti þjónustu, þar á meðal húðmeðferðir með sterkum efnum, án þess að þeir hafi menntun til verksins. Við hjá Félagi íslenskra snyrtifræðinga höfum leitað þeirra leiða sem í boði eru til að verjast slíkri starfsemi en án árangurs. Hvorki lögregla né þau stjórnvöld sem tryggja eiga rétt neytenda hafa eftirlit með þessari háttsemi.

    Staðan er því einfaldlega sú að ekkert virkt eftirlit er með löggiltum iðngreinum og er ástæða til að hvetja stjórnvöld til að bæta sem allra fyrst úr því. Það er ávinningur bæði fyrir þá sem njóta þjónustunnar og fyrir þá sem vilja leggja stund á löggilt iðnnám.

    Okkur ber skylda til að standa við þær fyrirætlanir okkar að efla veg og virðingu iðnmenntunar í landinu. Það mun bæði tryggja hag neytenda og stuðla að aukinni nýliðun í löggiltum iðngreinum.

    Agnes Ósk Guðjónsdóttir
    Föstudagur 13. desember 2019
    Kl. 06.46

    Fagmennska eða fúsk

    13 December, 2019 0 comment
    0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • Almennt

    Afhending sveinsbréfa þann 2 des 2019.

    by FÍSF 4 December, 2019
    by FÍSF 4 December, 2019

    Þessar glæsilegu dömur tóku á móti sveinsbréfum og fengu rós frá Félagi íslenskra snyrtifræðinga sl.mánudag þann 2 des. Félag íslenskra…

    0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • Almennt

    Vel heppnaður jólafundur.

    by FÍSF 4 December, 2019
    by FÍSF 4 December, 2019

    Þökkum félagskonum og Bpro fyrir skemmtilegt kvöld.

    0 FacebookTwitterPinterestEmail

FÍSF

FÍSF

Félag íslenskra snyrtifræðinga er fagfélag sem flestar snyrtistofur landsins eru aðilar að. Markmið félagsins er að viðhalda menntun snyrtifræðinga og faglegu starfi landsmönnum til góða.

Nýlegar færslur

  • Mín Framtíð: Íslandsmót iðn- og verkgreina 2023
  • Nýsveinahátíð IMFR 2023
  • Afhending sveinsbréfa 30. nóvember 2022
  • Aðventugleði 17. nóvember
  • Haustfundur 6. Október

Eldri færslur

Categories

  • Almennt (69)
  • Aðsendar greinar (1)
  • Fréttir (16)
  • Fundir (2)
  • Tilkynningar (15)
  • Viðburðir (11)
Footer Logo

Borgatún 35, 105 Reykjavík

Félag íslenskra snyrtifræðinga
  • Um Félagið
    • Siðareglur
    • Stjórnin
    • Lög FÍSF
    • Umsókn
    • Félagatal
    • Efni fyrir samfélagsmiðla #FAGLEGOGLÖGLEG
  • Nám
  • Snyrtistofur í FÍSF
  • Lögverndun íslenskra snyrtifræðinga