Mín Framtíð: Íslandsmót iðn- og verkgreina 2025

by FÍSF
A+A-
Reset

 

Mín framtíð-Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið dagana 13.-15. mars síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Þar kynntu um 30 ólíkir skólar námsframboð sitt og á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Keppt hefur verið í 20 – 27 greinum hverju sinni og takast keppendur á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. 

Þessi spennandi viðburður og framhaldsskólakynningin Mín framtíð er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er einstakt tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana, kynnast iðngreinum, spjalla við nemendur skólanna og jafnvel prófa handtökin sjálf.

Að þessu sinni var keppt í 19 iðngreinum, þar á meðal í snyrtifræði. Margt var um manninn en von var á rúmlega 9.000/10.000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn ásamt kennurum og foreldrum. Iðaði höllin af fjörugum og áhugasömum ungmennum á meðan hátíðinni stóð, sem kynntu sér allt það frábæra nám sem í boði er.

Stjórn FÍSF lagði sig alla fram við að gera keppnina í snyrtifræði sem glæsilegasta og kynna fagið okkar með sóma. Félag íslenskra snyrtifræðinga stóð fyrir keppni í snyrtifræði í góðri samvinnu við snyrtbraut FB. Nemendur við brautina ásamt þeim snyrtifræðinemum sem eru á námssamning gátu tekið þátt. Metþáttaka var í ár og bárust 15 skráningar til stjórnar en af þeim voru 3 sem forfölluðust. Keppt var fyrir og eftir hádegi bæð á fimmtudag og föstudag og fyrir hádegi á laugardeginum. Keppt var í Baknuddi, andlitsmeðferð með gufu og handanuddi ásamt litun og plokkun og þjölun og nagalökkun á hendur.

Það er óhætt að segja að fagmennska, ástríða, brennandi áhugi og samvinna hafi einkennt keppnissvæðið sem og bás félagsins. Keppnissvæðið var staðsett á bás félagsins, þar sáu stjórnarmeðlimir, kennarar snyrtibrautar og nemendur um að kynna fagið okkar. Nemendur við snyrtifræðibraut FB buðu gestum hátíðarinnar upp á handanudd og róandi og slakandi ilmhjúp sem naut mikilla vinsælda og mynduðust raðir við básinn. Við þökkum nemendum og kennurum snyrtibrautar innilega fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og vel unnin störf. Keppendur stóðu sig með prýði og hlakkar okkur til að fylgjast með störfum sem og vinna með þessum efnilegu fagmönnum í framtíðinni. Einnig viljum við nýta tækifærið og færa þeim Heiðdísi Steinsdóttur félagskonu FÍSF og Maríu Stefánsdóttur úr stjórn FÍSF innilegar þakkir fyrir að sjá um dómgæslu alla hátíðina.

Sæbjörg Jóhannesdóttir (burtfararpróf frá snyrtibraut FB. nemi á Gyðjunni snyrtistofu) bar sigur úr býtum og fylgdu henni strangt eftir bekkjarsysturnar Þórey Lára Halldórsdóttir (3. önn) sem hreppti 2. sæti og Natalía Valgeirsdóttir (3. önn) í 3. sæti. Við óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í námi og starfi sem og öllum sem tóku þátt.

Á laugardeginum 16. mars var fjölskyldudagur, lokadagur mótsins þar sem höllin var opin almenning og skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar er lögð áhersla á að kynna mikilvægi þess að hver og einn eigi kost á því að velja sér nám við hæfi. Sérstök áhersla á Mín framtíð 2025 er á mikilvægi iðn- og verkgreina og svokallaðra Steam-greina; vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Eins og áður sagði var keppni fyrir hádegi á laugardeginum og FÍSF hélt áfram með kynningu á faginu okkar þar sem sýndar voru meðferðir og hægt var að prófa að fara í húðgreiningartæki og kynnast fjölbreyttu starfi snyrtifræðinga. Félagið var með myndabox í básnum þar sem gestir gátu tekið myndir af sér og deilt áfram sem vakti mikla lukku gesta.

Verðlaunaafhending Íslandsmóts iðn- og verkgreina hófst kl:14:00 á stóra sviðinu þar sem allir keppendur komu upp og fengu vinningshafar medalíu og verðlaunagrip. Í framhaldi af því var farið í bás FÍSF þar sem veitt voru verðlaun fyrir fyrstu 3. Sætin. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal frá FÍSF ásamt glæsilegum gjafapokum fyrir þáttöku. 

Við þökkum styrktaraðilum keppninnar í snyrtifræði innilega fyrir stuðninginn og frábært samstarf:

  •  Bpro, comfort zone
  •  Verði þinn vilji, Intensive
  • Dekra, Nailberry
  •  Fjölbraut í Breiðholti
  •  Myndabox.is

Og sérstakar þakkir til eftirfarandi fyrir verðlaunastyrki og gjafir til keppenda:

  • Áræði – Gewhol
  •  Bpro – comfort zone
  • Danól heildverslun – beautyklúbburinn, cera ve, lancome,
  • Cosmetics – Guinot
  • Dekra- Nailberry
  • Haf studio
  • Heilsa- alessandro
  • Húðlæknastöðin
  • Laugar spa
  • Loccitane á íslandi
  • Regalo- Lycon
  •  Tribus – Stylpro
  • Verði þinn vilji snyrtistofa -Intensive, biocosmetics

You may also like