Félag íslenskra snyrtifræðinga hélt aðventugleði fyrir sína félagsmenn þann 24.11
síðastliðinn í húsakynnum Samtaka iðnaðarinns í Borgartúni. Ákvað stjórn að endurtaka
leikinn frá árinu áður (vegna mikillar eftirspurnar) og skelltu í Bingó og búbblur í annað sinn.
Þó var gerð sú breyting á að félagsmönnum gafst kostur á að bjóða með sér faglærðum
vinnufélögum við frábærar undirtekktir. Það var fullt hús, mikið hlegið og mikið gaman.
Gleðin hófst með léttum veitingum og drykkjum. Svo hófst bingóið og spilað var með
nokkrum hléum næstum fram á nótt eða allavega aðeins of lengi að mati
öryggismiðstövarinnar. Svana og Brynhildur sáu um bingóstjórn enda þaulvanar frá fyrra ári
og bingóuðu alveg yfir sig. Þar sem þetta var á föstudegi og nóttin ung þá voru nokkrir
eldsprækir félagsmenn sem héldu fjörinu áfram og kíktu á næturlífið í Reykjavík.
Viljum við í stjórn nota tækifærið og þakka öllum þeim frábæru fyrirtækjum sem gáfu okkur
vinningana og kærar þakkir fyrir aðstoð við frágang.
En fyrst og fremst takk þið félagsmenn
fyrir frábæra þáttöku. #Saman erum við sterkari!