Í kjölfarið af samráðsfundi um sóttvarnir á snyrtistofum sem haldin var þann 25.08´20

by FÍSF

Í kjölfarið af samráðsfundi um sóttvarnir á snyrtistofum sem haldin var þann 25.08´20 varðandi grímu notkun kemur fram að samkvæmt nýjustu reglum um sóttvarnir þurfa þjónustuaðili og viðskiptavinur að vera með grímu. Heimilt er þó að viðskiptavinur taki niður andlitsgrímuna á meðan veitt er andlitsmeðferð að því gefnu að viðkomandi sé alveg einkennalaus.Í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá 12. ágúst 2020 nr. 792/2020, eru almenn nálægðartakmörkun skilgreind á eftirfarandi hátt: Nálægðartakmörkun er sú fjarlægð á milli einstaklinga sem lágmarkar áhættu á smiti. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum“. Þannig leggur auglýsingin þær skyldur á rekstraraðila að þeir tryggi einstaklingum sem ekki deila heimili a.m.k. 2 metra nálægðartakmörkun. Ekki eru lagðar skyldur á einstaklinga að viðhafa 2 metra nálægðartakmarkanir. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar hvatt einstaklinga til viðhafa sem mest 2 metra nálægðartakmarkanir í umgengi við aðra Þar sérstaklega óskylda eða ótengda aðila. Ekki er talið nauðsynlegt að binda sig einvörðungu við aðila sem ekki eru í nánum tengslum. Þannig má segja að hver einstaklingur beri ábyrgð á að viðhafa sína eigin 2 metra nálægðartakmarkanir eins og aðrar einstaklingsbundnar sýkingavarnir.

Gangi ykkur öllum vel.

You may also like