Fræðslukvöld 13. nóvember 2013 í Fjölbraut í Breiðholti

Haldin var kynning á félaginu fyrir nema í starfsþjálfun og þar á eftir var Dr. Hörður G. Kristinnsson með fyrlrlestur.

Hörður er rannsóknastjóri Matís og einn af stofnendum Marinox. Hann stýrir einnig Líftækni og lífefnasviði Matís og er með aðjúnkt prófessorsstöður við Háskólann í Flórída og Háskóla Íslands. Hörður bjó og starfaði lengi í Bandaríkjunum og hefur rannsakað lífefni og lífvirk efni tengt hafinu síðan 1996.
Lesa meira

Haustfundur FÍSF var haldinn þriðjudaginn 17. september síðastliðinn

Fyrirlesari kvöldsins var Saskia Kusters og sagði okkur og sýndi allt um Dermatude Meta Therapy en það er byltingarkennda nýjung í andlitsmeðferð. Meðferð sem hægir á öldrun húðar og dregur úr ummerkjum öldrunar. Meta Therapy andlitsmeðferð felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka og er algjörlega hættulaust.
Lesa meira

Fræðslukvöld 8. apríl í Fjölbraut í Breiðholti

Fræðslukvöld var haldið þriðjudaginn, 16. apríl í Sunnusal Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Á fræðslukvöldinu var fjallað um síðasta CIDESCO þing sem haldið var í október 2012. Allir félagsmenn í FÍSF eru einnig félagsmenn í alþjóðlegu CIDESCO samtökunum. Stjórnarmenn Félags íslenskra snyrtifræðinga sem sóttu þingið voru með flotta kynningu á því helsta sem fram fór á aðalfundin CIDESCO, skólafundinum og fyrirlestrunum.