AFHENDING SVEINSBRÉFA 21. NÓVEMBER 2023

by FÍSF

Þann 21.nóvember 2023 síðastliðin var haldin hátíðleg sveinsbréfaafhending á
Hotel Nordica á vegum Iðunnar. Félag íslenskra snyrtifræðinga hefur vanalega
verið með sínar eigin sveinsbréfaafhendingar en tóku þátt núna í fyrsta sinn.
Þetta var glæsilegur hópur af 103 nýsveinum úr átta greinum sem fengu afhend
sveinsbréfin sín.


Alls útskrifuðust nýsveinar úr átta greinum, en þær eru:
 Ljósmyndun
 Prentsmíð-grafísk miðlun
 Hársnyrtiiðn
 Snyrtifræði
 Bifvélavirkjun
 Veggfóðrun- og dúklögn
 Rennismíði
 Vélvirkjun

Nýsveinar fengu gjafabréf frá Iðunni auk þess voru nokkur fyrirtæki, fag- og
meistarafélög sem gáfu gjafir til nýsveina í sinni grein. Þá voru veitt verðlaun fyrir
hæstu einkunnir á sveinsprófi í hverri grein.
Um 300 gestir mættu á Nordica til að samfagna með nýsveinunum og var
athöfnin hin glæsilegasta ásamt ljúffengum veitingum. Tónlistarmennirnir
Sæmundur Rögnvaldsson sem söng og lék á trompet, Þorgrímur Þorsteinsson á
gítar og Örn Ýmir Arason á kontrabassa fluttu ljúfa tóna.
Við óskum nýsveinum í snyrtifræði sem og öllum nýsveinum innilega til hamingju
með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá viðburðinum á heimasíðu FIT.

#faglegoglögleg

You may also like