Ágæti félagsmaður
Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn föstudaginn 10. febrúar nk. í Kviku, fundarsal í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, og hefst klukkan 18:30.
Óskað er eftir að félagsmenn skrái þátttöku á aðalfundinn,fyrir 3. febrúar næstkomandi.(Skráningarform var sent félagsmönnum í tölvupósti).
Biðjum við félagsmenn vinsamlegast að virða skráningarskyldu vegna bókunar veitinga.
Fundur verður settur stundvíslega kl. 18:30. Kaffi og konfekt.
Á fundinum verða tekin fyrir eftirfarandi mál:
- Ársskýrsla formanns
- Rekstrarskil gjaldkera
iii. Skýrslur nefnda
- Lagabreytingar. Lagt er til að fella út ákvæði 3. tölul. b-liðar 3. gr. laga félagsins.
- Kjör stjórnar og reikningsskoðunarmanna. Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn.
- Kjör í nefndir.
vii. Inntaka nýrra félagsmanna
viii. Önnur mál
Að aðalfundi loknum verður fundargestum boðið upp á ljúffengar veitingar frá Grillvagninum, fljótandi veigar með matnum og happdrættið verður á sínum stað. Við fáum til okkar einstaklega skemmtilegan leynigest sem verður með líflega uppákomu.
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagsmenn.
Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga.