Mín Framtíð: Íslandsmót iðn- og verkgreina 2023

by FÍSF

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið dagana 16. – 18. mars sl. þar sem 9 nemendur við snyrtifræðibraut í FB kepptu í þremur vinsælum greinum snyrtifræðinnar – Litun og plokkun, andlitsmeðferð með handanuddi og kvöldförðun. Stóðu þær sig með prýði og hlakkar okkur til að fylgjast með þeirra störfum í framtíðinni að námi loknu. Það er óhætt að segja að fagmennska, ástríða og brennandi áhugi einkenndu keppnissvæðið. Kristín Ýr Gísladóttir (3. önn) bar sigur úr býtum og fylgdu henni strangt á eftir Silja Katrín Hallgrímsdóttir (4. önn) sem hreppti 2. sæti og Ólöf Helga Sigurðardóttir (4. önn) í 3. sæti. Óskum við þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn, sem og öllum sem tóku þátt.

FRÁ VINSTRI SILJA KATRÍN 2. SÆTI , KATRÍN ÝR 1. SÆTI OG ÓLÖF HELGA 3. SÆTI.

Á laugardeginum 18. mars var fjölskyldudagur Mín Framtíð þar sem höllin var opin almenning. FÍSF var með kynningu á faginu okkar þar sem sýndar voru meðferðir og hægt að kynnast fjölbreyttu starfi snyrtifræðinga. Cosmetics heildverslun sýndi meðferðir frá Guinot, Kosmetik heildverslun sýndi augnháralyftingu með vörum frá Elleebana og andlitsmeðferð frá Janssen Cosmetics, Fegurð og spa sýndi og bauð gestum að prófa augn- og varameðferð frá Éminence Organic Skincare.

Sigurvegari í snyrtifræði á Íslandsmóti iðn- og verkgreina var tilkynntur kl 13:00 á stóra sviðinu með verðlauna afhendingu í bás FÍSF í framhaldið þar sem veitt voru verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal frá FÍSF ásamt glæsilegum gjafapokum. 

Tilgangur keppninnar er að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi en mikil áhugi var meðal grunnskólanemenda og annara gesta. Nemendur við snyrtifræðibraut FB buðu gestum hátíðarinnar upp á handanudd sem naut mikilla vinsælda og mynduðust raðir við básinn. Við þökkum nemendum og kennurum snyrtibrautar fyrir samstarfið og vel unnin störf. 

Við þökkum styrktaraðilum keppninnar innilega  vel fyrir stuðninginn og frábært samstarf: 

  • Kosmetik heildverslun
  • Terma heildverslun
  • Danól heildverslun

Og sérstakar þakkir til eftirfarandi fyrir verðlaunastyrki og gjafir til keppenda:

  • Cosmetics 
  • Regalo
  • Bpro
  • Revitalash
  • Sigurborg 
  • Þórborg 
  • Nailberry 
  • Heilsa 

Kær kveðja, stjórn FÍSF

You may also like