Aðventugleði 17. nóvember

by FÍSF

Kæru félagsmenn, 

Aðventugleði félagsins verður haldin þann 17. nóvember næstkomandi í Húsi atvinnulífsins, borgartúni 35, húsið opnar klukkan 19:30 og byrjar gleðin 20:00. 

Þema kvöldsins er Bingó og búbblur og ætlum við að skála saman og spila upp á glæsilega vinninga. Boðið verður upp á fljótandi veigar og léttar veitingar. 

Við biðjum félagsmenn að skrá sig á viðburðinn með því að senda póst á hansa@si.is. Eitt Bingóspjald fylgir skráningu en hægt að kaupa auka spjöld á staðnum. 

Vonumst til að sjá sem flestar! 

Jólakveðja, 

Stjórn FÍSF

You may also like