Haustfundur 6. Október

by FÍSF

Góð mæting var á haustfund Félags íslenskra snyrtifræðinga sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær. Á fundinum fluttu Jenna Huld Eysteinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknar frá Húðlæknastöðinni fróðlegt erindi um húðina. Þær fóru meðal annars yfir hvað ber helst að varast og hvaða húðmeðferðir eru í boði í dag.

Takk kærlega fyrir samveruna.

Kær kveðja, stjórn FÍSF

You may also like