Kæru félagsmenn,

Mjög áhugaverður fræðslufundur FÍSF fer fram miðvikudaginn 11. janúar 2017 kl. 19:30 að Borgartúni 35, 1. hæð.

 Í hvað fara félagsgjöldin okkar?

  • Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins (SA) og Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) fjalla um nýja kjarasamninga.
  • Viðskiptastjóri FÍSF hjá Samtökum iðnaðarins (SI) kynnir fyrir okkur þá þjónustu sem samtökin veita félögum.
  • Umræður og önnur mál.

Mætum vel, nýtum tækifærið og fáum svör við því hvernig við getum nýtt okkur þessi öflugu samtök sem við erum aðilar að.

 Fundurinn verður í Kviku, fundarsal á fyrstu hæð í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35.

Húsið opnar klukkan 19:00 og mun fundurinn hefjast klukkan 19:30.

 

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Categories: Almennt