Aðalfundur FÍSF

by FÍSF

Ágætu félagsmenn,

Aðalfundur FÍSF verður haldinn föstudaginn, 14. febrúar  kl. 18:15 í húsnæði Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrstu hæð.

Félagsmenn þurfa að skrá sig á fundinn fyrir 10. febrúar og biðjum við að skráning sé virt vegna pöntunar á veitingum.

Vinsamlega staðfestið skráningu með nafni og símanúmeri hjá berglind@si.is

Í aðdraganda fundarins viljum við fara af stað með vitundarvakningu á Facebook síðu félagsins. Við biðjum félagsmenn að senda okkur myndir af sér við hefðbundin störf snyrtifræðinga sem við fáum leyfi til að dreifa á samfélagsmiðlum og sýna þannig fagmennina okkar. Þetta er til að vekja athygli á þeim fagmönnum sem að starfa innan Félags íslenskra snyrtifræðinga. Vonum við að sem flestar sjái sér fært að taka þátt og senda okkur mynd, myndir mega alveg vera fleiri en ein. Einstaklings eða hópmyndir allt eftir því sem að hentar á hverri stofu. Myndin má alveg vera tekin á síma og hún á að fanga starf snyrtifræðingsins og þess sem að gerist á faglegum stofum. Myndirnar má senda á netfangið aog181@hotmail.com

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 17:45- Húsið opnar

18:15 – Fundur settur stundvíslega, hefðbundin aðalfundarstörf.

  1. Ársskýrsla formanns
  2. Rekstrarskil gjaldkera

III.          Skýrslur nefnda

  1. Kosning formanns og stjórnar.
  2. Kosningar í nefndir ef breytingar eru á þeim.
  3. Inntaka nýrra félagsmanna

VII.         Önnur mál

 Ótímasett- Eftir fund verða léttar veitingar.

 Með von um góða þátttöku.

 Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

 Vinsamlega staðfestið skráningu með nafni og símanúmeri hjá berglind@si.is

 Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

You may also like