AFHENDING SVEINSBRÉFA 19. NÓVEMBER 2024

by FÍSF

Þann 19.nóvember síðastliðin var haldin hátíðleg sveinsbréfaafhending á
Hotel Nordica á vegum Iðunnar. Alls útskrifuðust 87 nýsveinar úr sjö iðngreinum og
þar af 10 úr snyrtifræði. Brynhildur Íris varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga
afhenti nýsveinum í snyrtifræði sín bréf. Nýsveinar fengu gjafabréf frá Iðunni auk þess voru nokkur fyrirtæki, fag- og
meistarafélög sem gáfu gjafir til nýsveina í sinni grein.

Þá voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir á sveinsprófi í hverri grein. Í snyrtifræði var það Telma Sól Hall sem
var með hæstu einkunn og veitti félagið henni ársaðild að félaginu í
viðurkenningarskyni. Margt var um manninn á Nordica til að samfagna með nýsveinunum, glæsilegar og
ljúffengar veitingar og tónlistaratriði.

Við óskum snyrtifræðingunum innilega til hamingju með sveinsprófið og velfarnaðar.
Tökum vel á móti þeim í fagið okkar.

Myndir frá viðburðinum má finna á heimasíðu FIT

You may also like