Þann 23. Maí 2023 bauð Magnetic naglaskólinn í Hafnarfirði FÍSF í heimsókn til sín.
Tekið var virkilega vel á móti okkur, léttar veitingar og gjafapokar. Vöruúrval
magnetic var kynnt, fræddumst um mun á hinum ýmsu gelum og gellökkum og
hvernig er hægt að tvinna þetta saman. Farið var yfir allt frá þjölum yfir í bora og allt
þar á milli. Einnig fengum við að sjá gellökkun og lagfæringu á skemmdri
nögl. Félagsmönnum gafst tækifæri á að versla vörur frá Magnetic á afslætti i lok
fræðslunnar. Það var fámennt en góðmennt og virkilega fræðandi örnámskeið og góð
upprifjun.Maður lærir alltaf eitthvað nýtt og hittir skemmtilegt og faglegt fólk.
Category:
Viðburðir
-
Reykjavík, 4. apríl 2022. Aðalfundur FÍSF verður haldinn miðvikudaginn, 20. apríl kl. 19:00 í húsnæði Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrstu …
-
“Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að …
Newer Posts