Fræðslufundur 21.janúar 2013

by FÍSF

Valdís Brá er með B.Sc. í iðjuþjálfun og M.Sc. vinnuvistfræðingur, B.Sc. Occupational Therapist/ M.Sc. Human Factors in Inclusive Design.
Valdís Brá fór á snyrtistofu og kynnti sér vinnuaðstæður okkar og tók myndir. Hún fjallaði um uppbyggingu hryggjarins og rétta líkamsstöðu. Hún sýndi okkur myndirnar sem hún hefði tekið og fór yfir ýmsar vinnustellingar og stöður og hvernig maður á að beita sér. Einnig benti hún á ýmsar lausnir sem geta minnkað álagið á líkamann. Virkilega nauðsynlegur fyrirlestur og góð áminning um hversu miklu máli skiptir að beita sér rétt í leik og starfi.

You may also like