Byrjað var á að lesa aðalfundarskýrslu og svo fór Agnes formaður yfir helstu verkefnin á undanförnum mánuðum. Því næst tok Alma Guðmundsóttir við og fór með okkur í útsýnistúr um snyrtideil Fb. Mjög gaman að fá að sjá deildina og breytingarnar sem þar hafa orðið.Snyrtifræðingar frá Systraseli sögðu frá og sýndu okkur áhugaverða Intraceuticals súrefnismeðferð, og naglafræðingar frá OPI héldu smá kynningu um OPI gelcolor og sýndu svo ásetningu á höndum og fótum.
Katrín Þorkelsdóttir frá Cosmetics kynnti nýjan bómul sem hún hefur til sölu og gaf okkur prufur.
Við þökkum fyrir góða mætingu, fræðandi og skemmtilegan fund og samverustund. Við þökkum einnig Fjölbrautarskólanum í breiðholti kærlega fyrir afnotin á húsnæðinu 🙂

Categories: Fréttir