Þann 10. Apríl síðastliðin var félagsmönnum FÍSF boðið í höfuðstöðvar Bioeffect í . Þær Brynja og Arnbjörg tóku á móti okkur í glæsilegum húsakynnum og boðið var upp á léttar veitingar. Brynja fór yfir sögu Bioeffect en “BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum sem tókst að þróa aðferð til að framleiða vaxtarþætti úr byggplöntu. Vísindateymið okkar vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtarþáttum og virkum innihaldsefnum – og nýtir þá þekkingu til að besta árangurinn af notkun BIOEFFECT húðvara.” Einnig fór hún yfir
helstu vörurnar þeirra og fengu félagsmenn að prófa vörurnar. Virkilega áhugavert íslenskt húðvörumerki og hugvit. Félagsmenn áttu skemmtilega og fræðandi seinnipartsstund og að lokum voru félagsmenn leystir út með glæsilegum gjafapoka. Kærar þakkir fyrir okkur.