Yfirlýsing Félags íslenskra snyrtifræðingaFélag íslenskra snyrtifræðinga hefur gefið frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu:

by FÍSF

„Félag íslenskra snyrtifræðinga vill af gefnu tilefni vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um ísprautanir með fylliefnum benda á að slíkt er ekki hluti af því sem faglærðir snyrtifræðingar innan Félags íslenskra snyrtifræðinga starfa við. Innan Félags íslenskra snyrtifræðinga eru faglærðir snyrtifræðingar sem er trygging fyrir fagmennsku, gæðum, öryggi og neytendavernd.

 Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í þætti Stöðvar 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum.

Félag íslenskra snyrtifræðinga deilir áhyggjum húð- og lýtalækna og hvetur heilbrigðisráðuneytið til að setja reglugerð hérlendis um meðferðir með fylliefni til að tryggja öryggi neytenda.

 Félag íslenskra snyrtifræðinga fagnar umræðu um ísprautanir með fylliefnum enda verði það til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar meðferðir séu í höndum fagfólks sem getur ábyrgst gæði og fagmennsku.“

You may also like