Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga, FÍSF fór fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni
þriðjudaginn 18. apríl 2023. Mæting var frekar dræm. Á fundinum var stjórn félagsins
endurkjörin. Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum var lokið voru umræður um aðild
félagsins að alþjóðlegu samtökunum CIDESCO auk áframhaldandi umræðu um
nafnabreytingu á starfsheiti snyrtifræðinga.
Að loknum aðalfundarstörfum var sveinsbréfaafhending. Nýsveinarnir vour níu talsins en
átta sveinar voru á staðnum ásamt sínum nánustu til að veita sveinsbréfi sínu viðtöku.
Nýsveinum voru færðar rósir og boðið var upp á léttar veitingar. Útskrifaðar; Anna Lind Friðriksdóttir, Elma Lísa Geirmundsdóttir, Elva Björg Gunnarsdóttir, Lára Vilhelmsdóttir, María Rut Guðnadóttir, Rakel Sunna Pétursdóttir, Rakel Sunna Pétursdóttir, Sigrún Lilja Sigurðardóttir, Siriat Siangma og Sunna Lind Sigríðardóttir.
Að því loknu var farið í Kahoot og hópefli í formi danskennslu í boði Beatu okkar(í stjórninni). Þetta var hressandi og
skemmtilegt kvöldstund, mikið hlegið og nokkrir svitadropar sem féllu. Við óskum öllum
nýsveinunum innilega til hamingju og tökum vel á móti þeim í félagið okkar!
#Faglegoglögleg #Saman erum við sterkari og sýnilegri!