Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga afhenti nýútskrifuðum snyrtifræðingum sveinsbréfin sín við hátíðlega athöfn í Húsi atvinnulífsins 7. maí síðastliðinn en alls útskrifuðust 12 snyrtifræðingar.
Þetta var í fyrsta sinn í tvö ár sem hægt er að halda athöfn vegna sveinsbréfsafhendingar og skáluðu snyrtifræðingarnir ásamt fjölskyldum sínum og meisturum af þessu tilefni.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Snædís Twinkle Snæbjörnsdóttir, Sigrún Ása Guðnadóttir, Íris Ösp Vilhelmsdóttir, Kolfinna Álfdís Traustadóttir, Birgitta Björgvinsdóttir og Svana Ottósdóttir.
Þær sem voru fjarverandi en hlutu einnig sveinsbréf: Hrund Ingvadóttir, Hugrún Lind Geirdal, Júlíana Karvelsdóttir, María Rut Björgvinsdóttir, Sonja Hólm Gunnarsdóttir og Súsanna Sigurðardóttir.