Aðalfundur 5.mars 2016

Ágæti félagsmaður

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn laugardaginn 5. mars nk. í Kviku fundarsal í Húsi Atvinnulífsins og hefst klukkan 17:00. Mikilvægt er að skrá þátttöku á aðalfundinn  fyrir 27. febrúar. Biðjum við félagsmenn vinsamlegast að virða skráningarskyldu vegna bókunar veitinga.

Fundur verður settur stundvíslega kl. 17:00. Kaffi og konfekt.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og nefndarskýrslna verður:

  1. Inntaka nýrra félagsmanna
  2. Kosning í stjórn og nefndir. Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn.
  3. Önnur mál

Að aðalfundi loknum verður fundargestum boðið upp á ljúffengar veitingar frá Grillvagninum, fljótandi veigar með matnum og happdrættið verður á sínum stað ásamt skemmtilegri kynningu frá Ölgerðinni.

Aðgang að aðalfundi hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagsmenn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Fræðslukvöld um rósroða. 21. janúar 2016

Fræðslufundur um rósroða

 

Kæru félagsmenn

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir þau gömlu þá bjóðum við ykkur velkomnar á fyrsta fræðslufund ársins hjá F.Í.S.F. Við fáum Eísabetu Reykdal húðsjúkdómalækni til okkar og hún mun fræða okkur um rósroða og sólvarnir. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 1997. Hún lauk námi í húð-og kynsjúkdómum í Svíþjóð. Elísabet er sjálfstætt starfandi húðsjúkdómalæknir og rekur stofu í Domus Medica. Elísabet er formaður Félags íslenskra húðlækna.

 

Við viljum bjóða snyrtifræðinemum að mæta á þennan áhugaverða fyrirlestur og um leið kynnast starfi félagsins. Við hvetjum því bæði meistara og skóla til að bjóða útskriftarnemum sínum með sér á þennan fræðslufund.

 

Fundurinn verður fimmtudaginn 21. janúar í Kviku, fundarsal í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Húsið opnar klukkan 19.45 og mun fundurinn hefjast klukkan 20.00.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá þátttöku ykkar og taka fram ef nemi kemur með, fyrir miðvikudaginn 20. janúar.

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Dagskrá vetrarins 2015-2016

22. september 2015.  Haustfundur

4. nóvember 2015.  Örnámskeið með Dale Carnegie þjálfara, sölutækni.

1. desember 2015.   Jólakynning hjá heildversluninni Termu.

21. janúar 2016 .  Fræðslufundur með húðsjúkdómalækni Elísabetu Reykdal um rósroða.

28.-29. febrúar. Professional beauty London.

5. mars 2016.  Aðalfundur FÍSF.

10. mars 2016.  Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Hilton Nordica.

11. mars 2016. Árshóf Samtaka iðnaðarins Hilton Nordoca.

Mars 2016.  Örnámskeið

Apríl 2016. Fræðslukvöld

Mai 2016. Örnámskeið