Fræðslufundur um rósroða

 

Kæru félagsmenn

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir þau gömlu þá bjóðum við ykkur velkomnar á fyrsta fræðslufund ársins hjá F.Í.S.F. Við fáum Eísabetu Reykdal húðsjúkdómalækni til okkar og hún mun fræða okkur um rósroða og sólvarnir. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 1997. Hún lauk námi í húð-og kynsjúkdómum í Svíþjóð. Elísabet er sjálfstætt starfandi húðsjúkdómalæknir og rekur stofu í Domus Medica. Elísabet er formaður Félags íslenskra húðlækna.

 

Við viljum bjóða snyrtifræðinemum að mæta á þennan áhugaverða fyrirlestur og um leið kynnast starfi félagsins. Við hvetjum því bæði meistara og skóla til að bjóða útskriftarnemum sínum með sér á þennan fræðslufund.

 

Fundurinn verður fimmtudaginn 21. janúar í Kviku, fundarsal í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Húsið opnar klukkan 19.45 og mun fundurinn hefjast klukkan 20.00.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá þátttöku ykkar og taka fram ef nemi kemur með, fyrir miðvikudaginn 20. janúar.

Kær kveðja,

Stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Categories: Tilkynningar