Ágæti félagsmaður

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn laugardaginn 5. mars nk. í Kviku fundarsal í Húsi Atvinnulífsins og hefst klukkan 17:00. Mikilvægt er að skrá þátttöku á aðalfundinn  fyrir 27. febrúar. Biðjum við félagsmenn vinsamlegast að virða skráningarskyldu vegna bókunar veitinga.

Fundur verður settur stundvíslega kl. 17:00. Kaffi og konfekt.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og nefndarskýrslna verður:

  1. Inntaka nýrra félagsmanna
  2. Kosning í stjórn og nefndir. Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn.
  3. Önnur mál

Að aðalfundi loknum verður fundargestum boðið upp á ljúffengar veitingar frá Grillvagninum, fljótandi veigar með matnum og happdrættið verður á sínum stað ásamt skemmtilegri kynningu frá Ölgerðinni.

Aðgang að aðalfundi hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagsmenn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.