Félag íslenskra snyrtifræðinga mun standa fyrir örnámskeiði þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 20:00 í húsakynnum NN Makeup School að Hlíðasmára 8 í Kópavogi.

Kynninguna annast Kristín Stefánsdóttir. Nú er tækifæri til að auka þekkinguna, kynna sér skólann og þá sérstaklega endurmenntunarnámskeiðin fyrir snyrtifræðinga.
Kristín mun vera með stutta sýnikennslu í förðun og kynna nýútkomna bók sína Förðun skref fyrir skref.

Með örnámskeiði er leitast við að fá hámarksupplýsingar á lágmarkstíma en áætlað er að það taki um það bil klukkustund

Categories: Tilkynningar