Haustfundur FÍSF var haldinn þriðjudaginn 17. september síðastliðinn

by FÍSF

Fyrirlesari kvöldsins var Saskia Kusters og sagði okkur og sýndi allt um Dermatude Meta Therapy en það er byltingarkennda nýjung í andlitsmeðferð. Meðferð sem hægir á öldrun húðar og dregur úr ummerkjum öldrunar. Meta Therapy andlitsmeðferð felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka og er algjörlega hættulaust.

Saskia Kusters, framkvæmdastjóri Dermatude Meta Therapy hefur starfað í heimi snyrtiiðnaðar í mörg ár og var áður eigandi þekkts fyrirtækis sem framleiddi stóla, bekki og önnur tæki og búnað fyrir snyrtiiðnaðinn. Hún hefur ferðast um allan heim undanfarið ár og kynnt þessa meðferð fyrir snyrtifræðingum, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki með stórkostlegum árangri. Dermatude er nú komið í flest öll lönd og þar á meðal til Íslands.

Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum.

You may also like