Fræðslukvöld var haldið þriðjudaginn, 16. apríl í Sunnusal Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Á fræðslukvöldinu var fjallað um síðasta CIDESCO þing sem haldið var í október 2012. Allir félagsmenn í FÍSF eru einnig félagsmenn í alþjóðlegu CIDESCO samtökunum. Stjórnarmenn Félags íslenskra snyrtifræðinga sem sóttu þingið voru með flotta kynningu á því helsta sem fram fór á aðalfundin CIDESCO, skólafundinum og fyrirlestrunum.

Categories: Fréttir