Aðalfundurinn var að þessu sinni haldinn á Selfossi. Félagið niðugreiddi skyndihjálparnámskeið (sem veitti skírteini) sem haldið var á Hótel Selfossi um morguninn á laugardeginum fyrir Aðalfundinn. Við fengum frábæran kennara sem gerði námskeið virkilega líflegt og skemmtilegt. Við snæddum svo saman léttan hádegisverð og lauk námskeiðinu um kl 14.
Eftir námskeiðið var félagskonum boðið í heimsók á Snyrtistofu Ólafar á Selfossi þar sem vel var tekið á móti okkur.

Iðnú bauð félaginu í fordrykk í tilefni nýju kennslubókarinnar í snyrtifræði; Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara eftir Á. Bergljótu Stefánsdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur.

Almenn fundarstörf hófust eftir fordrykkinn og gengu fundarstörf nokkuð vel að undanskildum hljóðvandamálum sem upp komu. Ljúffengur matur og eftirréttur var í boði félagsins og svo dregið í glæsilegu happdrætti, fengu allir vinning og sumir tvo. Við þökkum öllum sem styrktu okkur um vinninga kærlega fyrir. Í lokin bauð Katrín Þorkelsdóttir upp á skemmtilega dans- og tískuskýningu þar sem dansarnir klæddust fallegum vinnufatnaði fyrir snyrtifræðinga.

Eftir að Aðalfundi var slitið hélt gleðin áfram fram á nótt…..

Categories: Fréttir