Ný stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

by FÍSF

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga fór fram í Húsi atvinnulífsins þann 22. júní. Á fundinum var kosin ný stjórn sem í sitja Birna Ósk Þórisdóttir formaður,  Rebekka Einarsdóttir varaformaður, Oddbjörg Kristjánsdóttir ritari, Brynhildur Íris Bragadóttir vararitari, Auður Guðmundsdóttir Cidesco tengiliður, Erna María Eiríksdóttir tæknilegur tengiliður, Guðrún Diljá Baldvinsdóttir varagjaldkeri og Alda Ósk Harðardóttir gjaldkeri.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, aftari röð, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Rebekka Einarsdóttir,varaformaður, Brynhildur Íris Bragadóttir, Birna Ósk Þórisdóttir, formaður, og Auður Guðmundsdóttir. Í fremri röð eru Erna María Eiríksdóttir og Guðrún Diljá Baldvinsdóttir á myndina vantar Öldu Ósk Harðardóttur.

Við fögnum því að fá nýja meðlimi í stjórn félagsins og erum þá sérstaklega ánægðar með að fá í stjórn félgasmann frá landsbyggðinni hana Öldu sem staðsett er á Egilsstöðum.

 

Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Agnes Guðjónsdóttir og Helga Högnadóttir og viljum við þakka þeim fyrir störf sín í stjórn félgasins síðustu ár.

Ekki sátu margir fundinn en fundurinn í heild sinni var mjög málefnalegur og þökkum þeim sem sáu sért fært um að mæta, við vissum vel að þetta var ekki ákjósanlegasta tímasetningin en við urðum að slá til að halda fundinn um leið við sáum dyr opnast. Nú horfum við til betri tíma með blóm í haga.

Með bestu sumarkveðju stjórnin.

 

You may also like