Norðurlandafundur

by FÍSF

Norðurlandafundur

Kæru félagsmenn,

Haldinn verður Norðurlandafundur á Íslandi laugardaginn 2. september nk. að ósk snyrtifræðinga nágrannalanda okkar. Fundurinn verður haldinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, frá kl. 9 -10.30

Tilgangur fundarins er fyrst og fremst sá að snyrtifræðingar Norðurlandanna hittist og miðli sín á milli. Dagskrá fundarins er því að mestu leyti óráðin að svo stöddu. Boðið verður upp á morgunverð. Að fundi loknum býðst gestum okkar ferð um Gullna hringinn með stoppi í Efstadal og þar verður borðaður hádegisverður. Félagsmönnum býðst að fara í þessa skemmtilegu ferð en kostnaður liggur ekki fyrir strax en hann fer eftir fjölda þátttakenda. Áætlaður kostnaður er um 6.000-10.000 á mann og áætluð heimkoma er um kl.19. Stjórn félagsins telur mikilvægt að vera virk í samstarfi við Norðurlöndin þar sem nauðsynlegt er að fylgjast með þróun stéttarinnar í nágrannalöndum okkar. Okkur þætti vænt um að sjá sem flestar og sýna um leið grönnum okkar hversu áhugasamar og virkar við erum.

Mikilvægt er að skrá þátttöku fyrir föstudaginn 25.ágúst,( skráning var send í tölvupósti) 

Virðingarfyllst,

Stjórn FÍSF.

You may also like