Aðalfundur 2018

by FÍSF

Aðalfundur

 

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga verður haldinn laugardaginn 3. mars í Kviku fundarsal í Húsi Atvinnulífsins og hefst klukkan 17.00. Mikilvægt er að skrá þátttöku á aðalfundinnsjá skráningartengil hér neðar fyrir miðvikudaginn 28.febrúar. Biðjum við félagsmenn vinsamlegast að virða skráningarskyldu vegna bókunar veitinga.

Húsið opnar kl. 16.40 og verður fundur settur stundvíslega kl. 17.00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og nefndarskýrslna verður:

i. Inntaka nýrra félagsmanna

ii. Kosning í stjórn og nefndir. Kjósa þarf fjóra fulltrúa í stjórn.

iii. Önnur mál

Að aðalfundi loknum verður fundargestum boðið upp á ljúffengar veitingar frá Grillvagninum, fljótandi veigar með matnum og happdrættið verður á sínum stað. Við fáum til okkar leikkonuna Brynju Valdísi sem ætlar að skemmta okkur og koma okkur í stuð.

Aðgang að aðalfundi hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagsmenn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Virðingarfyllst,

Stjórn FÍSF

You may also like