Miðvikudaginn 27. september næst komandi, kl. 19:30, verður okkar árlegi haustfundur í húsnæði Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrstu hæð. Fyrir félagsmenn af landsbyggðinni verður hægt að vera með á Zoom.
Það þarf að skrá sig á fundinn bæði á zoom og raunmætingu hjá erla@si.is.
Dagskrá:
- Almenn haustfundarstörf – Skýrsla aðalfundar lesin
- Önnur mál
Númer eitt er fyrirtæki í heilsugeiranum í eigu Írisar Gunnarsdóttur en hún hefur mikla starfsreynsu á þessu sviði. Númer eitt gerir þér auðveldara að hlúa að heilsunni með fyrsta flokks bætiefnum og vörum sem stuðla að betri líðan og heilbrigði. Vörumerki þeirra eru nú níu talsins en helst má nefna Númer eitt, bætiefni og sótthreinsiefni, Membrasin, fjölþætt húðlína við þurrk í húð, slímhúð og augum, Ellen, vörur fyrir konur sem innihalda góðgerla(probiotics) og góðgerlanæringu (prebiotics), Nikura ilmoliur, Trace minerals ásamt fleiri. Hún Díana Íris sölu og verkefnastjóri Númer eitt ætlar að koma og kynna okkur fyrir þessum frábæru vörum og leyfa okkur að smakka. Hægt verður að panta vörur hjá henni á staðnum.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega fræðandi kvöldstund.
Stjórn FÍSF