417
- Starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra og smithætta
er til staðar s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, sólbaðsstofur og önnur
slík starfsemi verði ekki heimil. Starfsemi innan heilbrigðisþjónustunnar verði
undanþegin en skylt verði að nota andlitsgrímur. Andlitsgrímur skulu uppfylla kröfur
10
sem fram koma í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN).
Sóttvarnalæknir getur sett nánari leiðbeiningar um kröfur til andlitsgríma.
Rökstuðningur: Vegna útbreidds faraldur á höfuðborgarsvæðinu er rétt að stöðva
starfsemi sem felur í sér mikla nánd milli einstaklinga nema þá þeirrar sem þykir
lífsnauðsynleg. Þessi tillaga verði endurskoðuð í ljósi breytts áhættumats á
faraldrinum.