Leiðbeiningar fyrir snyrtistofur, hárgreiðslustofur,
nuddstofur, augnmælingar og sambærilega starfsemi sem
krefst nálægðar við viðskiptavini, í COVID-19 faraldri
Þann 4. maí 2020, verða breytingar á takmörkunum á samkomum sem hafa verið í gildi og
ýmis starfsemi má hefjast að nýju. Í því felst m.a. að persónuleg þjónusta sem krefst nándar
má hefjast aftur. Áfram er neyðarstig almannavarna í gildi og því þarf að viðhalda sóttvarnaráðstöfunum og fylgja almennum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. Sérhver stofa/starfsmaður er ábyrgur fyrir sóttvörnum á sínum stað og þarf að fylgja eigin reglum miðað við starfsemi og aðstæður í hverju bæjarfélagi á hverjum tíma.
Starfsmenn mega ekki koma í vinnu og viðskiptavinir mega ekki koma inn á stofu ef þeir:
a. Eru í sóttkví eða hafa verið erlendis síðustu 14 daga.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang
o.fl.).
Almennar reglur
a. Virðið 2ja metra regluna á milli viðskiptavina.
b. Haldið góðri loftræstingu, opnið glugga.
c. Hafið handspritt staðsett við inngang fyrir viðskiptavini.
d. Komið fyrir fjarlægðarmerkingum þar sem það er hægt og á við.
e. Setjið upp aðstöðu til að sótthreinsa snertifleti og sótthreinsið snertifleti eins oft og unnt
er en a.m.k. á milli viðskiptavina. Starfsmenn þvo og spritta hendur á milli hvers viðskiptavinar.
f. Tryggið aðgang að handþvottaaðstöðu og handspritti fyrir starfsmenn.
g. Tryggið starfsmönnum aðgang að hlífðarbúnaði til að nota ef grunur vaknar um smit.
h. Fjarlægið tímarit sem ætluð eru gestum til afnota og einnig kaffikönnu ætlaða gestum.
i. Gangið frá sorpi í lokuðum pokum og setjið í sorpgeymslu.
j. Strjúkið af öllum búnaði (borð, stólar, verkfæri) á milli gesta með Virkon og spritti eins
oft og unnt er en a.m.k. milli viðskiptavina.

 1. maí 2020
  Þjónusta við viðkæma hópa s.s. hárgreiðsla og hársnyrting/fótaaðgerð og fótsnyrting innan
  hjúkrunarheimila.
  Er aðeins leyfð fyrir heimilismenn og starfsmenn á hverjum tíma. Einstaklingar utan úr bæ
  mega ekki koma inn á heimilið til að fá þessa þjónustu á sama tíma og íbúar eru í sama rými.
  Gæta þarf vel að aðskilnaði íbúa frá utanaðkomandi gestum. Almenna reglan er áfram að
  einstaklingar í sama sóttvarnahólfi fái þjónustu á sama tíma.
  Persónurlegur hlífðarbúnaður
  Þegar þjónusta krefst nándar er mikilvægt að gæta ítrustu varúðar og grípa til viðeigandi
  ráðstafana ef minnsti grunur vaknar um smit (gríma, hanskar). Ef hins vegar bæði starfsmaður
  og viðskiptavinur eru einkennalausir (eða batnað), tilheyra ekki skilgreindum áhættuhópi og
  ekki er um að ræða svæði þar sem um aukna smithættu er að ræða, þá er heimilt að sleppa
  grímum og hönskum, en rík áhersla lögð á vandaðan handþvott og sprittun á milli viðskiptavina.
  Frekari upplýsingar um þrif, sóttvarnir og viðbrögð við grun um smit er að finna í
  Leiðbeiningum til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu.
  Frekari tilslakanir verða auglýstar síðar.

Categories: Almennt